Ekið var á sjö ára dreng á Akranesi í gær. Ljósm. ki

Ekið á dreng á Akranesi

Ekið var á sjö ára dreng á reiðhjóli á Innnesvegi á Akranesi laust eftir klukkan 18 í gærkvöldi. Drengurinn lenti undir bílnum, en að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi fór betur en á horfðist. Vegfarendur brugðust skjótt við og sá sem kom fyrstur að vettvangi var fljótur að tjakka upp bílinn og ná drengnum undan. Drengurinn reyndist meiddur en óbrotinn og að sögn lögreglunnar varð það honum til happs að hann var með hjálm á höfðinu sem bjargaði miklu. Málsatvik eru í rannsókn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir