Eva Maren Guðmunsdóttir rekstrarstjóri Útgerðarinnar. Ljósm. Skessuhorn/arg.

Barinn Útgerðin hefur verið opnaður á Akranesi

Barinn Útgerðin var opnaður á Akranesi í gær. Hann er til húsa við Stillholt 16-18, þar sem Svarti Pétur var áður. Búið er að taka húsnæðið allt í gegn og setja upp nýjar innréttingar og stækka staðinn. Eva Maren Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Útgerðarinnar og í forsvari fyrir lítinn hóp innfæddra Skagamanna sem fjárfest hafa í verkefninu með liðsauka og sérþekkingu af barrekstri á Laugarveginum. Hjá Útgerðinni ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en barinn er hugsaður til að endurvekja lífið á Akranesi eins og það var þegar útgerðin og fótboltinn var upp á sitt besta. „Þetta á að vera vettvangur skemmtunar fyrir alla Skagamenn,“ segir Eva Maren í samtali við Skessuhorn. Hjá Útgerðinni getur fólk komið og horft á helstu íþróttaviðburði, stigið á svið og tekið lagið eða bara komið og notið þess að hitta fólk og hafa gaman. „Við gerum okkur grein fyrir að það passa ekki alltaf allir saman og er barinn hugsaður þannig að við ætlum að bjóða upp á eitthvað fyrir alla; bingó, pub quiz, karíókí og fleira og munum skipta þessum viðburðum niður eftir dögum,“ segir Eva Maren.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir