Í upphafi skógargöngu stilltu viðstaddir sér upp til myndatöku. Ljósm. mm.

Skógarbændur á Vesturlandi komu saman í Ferstikluskógi

Áralöng hefð er fyrir því að félagsmenn í Félagi skógarbænda á Vesturlandi komi saman einu sinni að sumri. Valinn er ræktarlegur skógur á starfssvæðinu og gestgjafi leiðir síðan áhugasama ræktendur um skóginn sinn. Að þessu sinni var komið að heimsókn að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd og var skógargangan þar á þriðjudaginn í liðinni viku. Þar hefur skógrækt verið stunduð í ríflega þrjátíu ár, en Vífill Búason og Dúfa Stefánsdóttur hófu ræktunarstarf sitt árið 1988. Guðmundur Rúnar sonur þeirra og Margrét Stefánsdóttir kona hans hafa nú tekið við keflinu og stunda skógræktina. Á Ferstiklu er nú búið að rækta upp skóg á 120 hekturum og var áhugavert að ganga um þetta fallega svæði í slakkanum ofan við fjörðinn. Misjafnt er hversu vel einstaka plöntutegundir vaxa á þessu svæði og til dæmis áberandi hversu furan á þar erfitt uppdráttar. Hins vegar eru fjölmargar aðrar tegundir sem hafa það mjög gott, svo sem lerki, greni, birki og ösp, svo dæmi séu tekin.

Sjá nánar frásögn í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir