Þjálfari meistaraflokks karla, Atli Aðalsteinsson ásamt Marinó, Almari og Kristjáni.

Sigrún Sjöfn og Kristján Örn mikilvægust

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Skallagríms fór fram á B59 Hotel í Borgarnesi á föstudaginn. Eins og flestum er kunnugt var mótið blásið af áður en úrslitakeppni hófst og engir Íslandsmeistarar voru því krýndir í ár vegna áhrifa Covid-19. Skallagrímskonur náðu þó að hampa eina titlinum þetta tímabilið en þær urðu Bikarmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar þær unnu KR-inga í Laugardalshöllinni í febrúar á þessu ári.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í meistaraflokkum deildarinnar. Hjá meistaraflokki karla var Kristján Örn Ómarsson talinn hafa sýnt bestu frammistöðu á tímabilinu, Marinó Þór Pálmason fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar og Almar Örn Björnsson var valinn af félögum sínum í liðinu besti klefinn. Hjá meistaraflokki kvenna fékk Keira Robinson viðurkenningu fyrir bestu frammistöðuna á tímabilinu, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var valinn mikilvægasti leikmaðurinn og Arna Hrönn Ámundadóttir fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar.

Systurnar Arna Hrönn og Sigrún Sjöfn ásamt Birgi sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Keiru Robinson og svo Guðrún Ósk, þjálfari meistaraflokks kvenna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir