Landbúnaðarháskóli Íslands hlýtur jafnlaunavottun

Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut nýverið formlega vottun um að háskólinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST-85. Jafnlaunakerfi Landbúnaðarháskóla Íslands nær til allra starfsmanna skólans. Kerfið er samansafn af ferlum, launaviðmiðum, skjölun, verklagi og fleiru til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Ragnheiður I Þórarinsdottir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands segir það mjög ánægjulegt að hafa náð þessum árangri. „Við höfum í nokkurn tíma unnið að jafnlaunavottununni við Landbúnaðarháskólann, en hér er rík áhersla lögð á jafna stöðu karla og kvenna. Jafnlaunavottun er mikilvæg staðfesting á því starfi.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir