Kviknaði í þakklæðningu á sjúkrahúsinu

Allt tiltækt slökkvilið í Stykkishólmi var kallað út síðdegis í gær þegar brunaboði fór í gang á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Ástæða þess var að eldur kom upp í klæðningu sem var verið að leggja á þak hússins. Starfsfólk á sjúkrahúsinu brást skjótt við og slökkti eldinn áður en slökkviliðsmenn mættu. Skemmdir urðu litlar en reykræsta þurfti húsnæðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir