Hildur Karen bauð upp á kyrrðar- og slökunarflot í Guðlaugu í gærkvöldi. Ljósm. ki

Írskir dagar hafnir

Írskir dagar eru hafnir á Akranesi en fyrsti viðburðurinn var kyrrðar- og slökunarflot í Guðlaugu í gærkvöldi. Þar tók Hildur Karen Aðalsteinsdóttir á móti fólki í slökun. Formleg setningarathöfn hefst nú innan skamms, klukkan 14, í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Þar verða leikskólabörn á Akranesi auk þeirra Gunni og Felix sem ætla að skemmta gestum. Eftir það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla alveg fram á sunnudag og ekki skemmir að veðurguðirnir virðast ætla að sýna sínar bestu hliðar þessa helgi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir