Fólk duglegt að tilkynna

Nokkuð er um að lögreglu berist tilkynningar um undarlegt eða hættulegt aksturslag. Mánudaginn 29. júní kom ökumaður inn á lögreglustöðina á Akranesi og tilkynnti um glannaakstur á Akranesi og gaf upp bílnúmer á viðkomandi bíl. Þá barst lögreglu tilkynning um tvo ökumenn sem höfðu fengið sér áfengi á veitingastað í Borgarnesi og sest svo undir stýri og ekið af stað. Bílarnir fundust ekki. Einnig var lögreglu gert viðvart um hættulegt aksturslag á dráttarvél með hugsanlega laust hjól við Borgarfjarðarbrú. Fór lögreglan og hafði upp á ökumanninum og reyndist tilkynningin eiga við rök að styðjast. Þá var tilkynnt um ölvaðan ökumann í Stykkishólmi 26. júní. Fékk lögreglan upplýsingar um bílnúmer en bíllinn fannst síðar mannlaus.

Líkar þetta

Fleiri fréttir