Jenný, Lilja og Herdís eru allar í leshópnum Köttur út í mýri. Hér eru þær að njóta góða veðursins á opnunardegi.

Bókamarkaðurinn á Snæfellsnesi opnaður

Bókamarkaðurinn á Snæfellsnesi var opnaður í Grundarfirði á sunnudaginn en það eru meðlimir í leshópnum Köttur úti í mýri sem standa að markaðnum og er þetta annað sumarið í röð sem hann er settur upp. Þar er að finna ýmsar bækur, bæði nýjar og gamlar. Markaðurinn er staðsettur við Borgarbraut 2 og verður hann opinn allar helgar fram í ágúst. Í tilefni opnunarinnar var boðið upp á veitingar og kom Karl Jóhann Jóhannsson og las fyrir börnin og höfðu þau gaman af.

Líkar þetta

Fleiri fréttir