Bændur á kafi í heyskap

Hvarvetna um vestanvert landið eru bændur nú í önnum við heyskap. Spretta er góð og veðrið sömuleiðis með besta móti þessa dagana. Nokkrir bændur hafa jafnvel lokið fyrri/fyrsta slætti, hafa bundið heyið og eru að aka rúllum og stórböggum heim. Nokkrir heyja auk þess í stæður eða flatgryfjur og spara þá plastið.

Meðfylgjandi mynd var tekin á bökkunum við Grímsá síðdegis í gær þar sem bændur á Oddsstöðum í Lundarreykjadal voru að rúlla og pakka ilmandi töðunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir