Utanríkisráðherra Færeyja á ferð um Snæfellsnes

Jenis av Rana, mennta- og utanríkisráðherra Færeyja, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands heimsóttu Snæfellsnes í gær. Funduðu þeir á Hótel Búðum og fóru að því loknu í skoðunarferð um Snæfellsbæ. Farið var á Arnarstapa, Malarrif, Djúpalónssand og Sjóminjasafnið á Hellissandi undir leiðsögn Ragnhildar Sigurðardóttur. Á ferð sinni komu gestirnir við í Gallerí Jökli í Snæfellsbæ þar sem hluti handverkshópsins þar tók á móti hópnum ásamt eiginkonum þeirra, Önnu av Rana og Ágústu Johnson, og Kristni Jónassyni bæjarstjóra Snæfellsbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira