Myndin var tekin við opnun sýningarinnar. Þar má sjá Eygló ásamt þremur dætra sinna; Guðveigu Lind, Sigríði Lind og Kristínu Lilju.

Sýningin Saga úr samfélagi í Safnahúsi

Ný örsýning var opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi 27. júní síðastliðinn og hefur hún hlotið heitið „Saga úr samfélagi“. Þar segir frá framtaki Eyglóar Lind Egilsdóttur í Borgarnesi, sjö barna móður og ömmu í Borgarnesi, sem gladdi marga á erfiðum Covid-tímum í vor með því að búa sig upp í mismunandi búninga og guða á glugga hjá barnabörnum sínum sem voru í sóttkví.  Sonja dóttir hennar náði myndum af þessu og hefur góðfúslega samþykkt að afhenda þær á Héraðsskjalasafnið til varðveislu. Á sýningunni er varpað frekara ljósi á konuna að baki þessu vinsæla framtaki. Sýningin var opnuð á 70 ára afmælisdegi Eyglóar og er ein fimm sýninga sem sjá má í Safnahúsi í sumar. Sjá má meira um starfsemi hússins á heimsíðu Safnahúss, www.safnahus.is.

-fréttatilkynning.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira