Lúsmý vaxandi plága í góða veðrinu

Lúsmý hefur plagað fólk víða um vestanvert landið að undanförnu. Fluga þessi er agnarsmá og kviknar ekki til lífs og ferðalaga fyrr en komið er fram í júní. Ólafur Adolfsson lyfsali í Apóteki Vesturlands segir ljóst að lúsmý hafi á undanförnum dögum verið í talsverðum vexti. Það tengist bæði árstímanum og hægviðrisdögum. Mest telur hann að hafi orðið vart við lúsmý í Grafarvogi, upp í Kjós og í Borgarfjörð, en þó segir hann það vera í frekari útrás. Nefnir að búið sé að staðfesta lúsmý í Húnavatnssýslunum. Besta ráðið gegn biti að nóttu segir Ólafur vera að hafa viftu í svefnherbergisgluggum sem blási út. Þá nái flugan einfaldlega ekki inn í hús. Hann segir mjög mismunandi eftir einstaklingum hvernig þeir bregðast við biti. Sumir finna ekki fyrir neinu, en makinn er hugsanlega alsettur biti. Ekki hafi verið sýnt fram á að bitin tengist mismunandi blóðflokkum. Ólafur segir allavega ljóst að flugan er í vexti, sala á eitri og smyrslum hafi aukist mikið að undanförnu og samhliða góðu veðri næstu daga sé því rétt að vera vel á verði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og... Lesa meira

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira