Ætla að leita á Heydal á laugardaginn

Björgunarsveitir á Vesturlandi hafa verið boðaðar til leitar á laugardaginn í Hnappadal. Óskað hefur verið eftir allt að 150 björgunarsveitarmönnum til að taka þátt í leit að manni sem týndist 30. desember síðastliðin og hefur ekkert til spurst síðan. Búið er að vinna leitarskipulag og stefnt á að leita öll skilgreind leitarsvæði þar sem svæðið var komið meira og minna undir snjó þegar leit hófst í vetur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir