Spilar í Einkunnum og á Hvanneyri í tónleikaferð sinni

Reynir Hauksson gítarleikari verður með tónleika í Einkunnum við Borgarnes fimmtudaginn 2. júlí klukkan 17 og svo aðra tónleika á Hvanneyri Pub föstudaginn 17. júlí klukkan 21. Tónleikar þessir marka upphaf og endi ellefu tónleika ferðar sem Reynir fer um landið í þessari ferð sinni. Á tónleikunum spilar hann lög af nýútkominni plötu sinni og þekkt íslensk dægur- og þjóðlög á Flamenco hátt.

Reynir er búsettur á Spáni og vinnur þar fyrir sér sem Flamenco gítarleikari. Síðustu ár hefur hann þó komið reglulega hingað til lands og kynnt Flamenco tónlist fyrir landsmönnum og þá með hljómsveit sinni og dönsurum frá Spáni. „Það var fyrirhugað tónleikaferðalag að þessu sinni með hljómsveit og dönsurum til að kynna sóló plötuna mína, en öllu var frestað útaf Covid.  Spánn fór einmitt illa útúr þessu og það er vægast sagt erfitt að búa þar á þessum tíma. En ég er að fara að halda í hringferð um landið spilandi Flamenco. Það verða ellefu staðir í það heila, Selfoss næst fyrst í röðinni,“ segir Reynir.

Reynir Hauksson er fæddur og uppalinn á Hvanneyri en hefur um árabil búið í Granada á Spáni þar sem hann vinnur sem Flamenco listamaður. Hann er þekktur fyrir orkumikinn og tilfinningaríkan flutning í bland við skemmtilegar sögur og spjall á milli laga um líf hans í Andalúsíu. Reynir del Norte gaf út sína fyrstu sólóplötu, El Reino de Granada, í desember 2019 sem jafnframt er fyrsta íslenska Flamenco hljómplatan. Platan inniheldur átta tónsmíðar Reynis sem fluttar voru af honum sjálfum í samstarfi við nokkra af færustu Flamenco listamönnum Granada. Lög af plötunni verða flutt á tónleikunum sem og nokkur þekkt íslensk dægur- og þjóðlög útsett af Reyni fyrir Flamenco gítar. Þema tónleika verður því íslenskt Flamenco.

Forsala : https://tix.is/is/event/10279/reynir-del-norte-flamenco-hringinn-um-landi-/

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira