Hlýindi um suðvestanvert landið í dag

Veðurstofan reiknar með sólríku og hlýju veðri á suðvestanverðu landinu í dag. Hitinn gæti farið á þriðja tug gráða hér um vestanvert landið. Á meðfylgjandi hitamynd frá Veðurstofunni táknar fjölublái liturinn hita yfir 20 stig.

Spáð er norðaustan 5-15 m/s vindi í dag, en hvassst verður við suðausturströndina og norðvestanlands. Víða bjart veður á vesturhelmingi landsins, en súld eða dálítil rigning austanlands fram eftir degi. Hiti 14 til 22 stig, en 7 til 13 á Norðaustur- og Austurlandi.

Fremur hæg breytileg átt á morgun. Skýjað og lítilshátta skúrir suðvestanlands, en bjart að mestu norðantil. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir