Glaðbeittir starfsmenn í Vinnuskóla Akraneskaupstaðar að hirða gras í nýja fjölnota netpokann. Ljósm. Akraneskaupstaður.

Fjölnota netpokar í stað plastpokanna í Vinnuskólanum

Í sumar gerir Vinnuskóli Akraneskaupstaðar tilraun með heynet í stað svartra ruslapoka til að fjarlægja gras af flötum bæjarins. Í sumar verður þó blönduð notkun á þessum tveimur tegundum af pokum á meðan aflað er reynslu og gerðar viðeigandi ráðstafanir áður en skrefið er tekið til fulls, eins og fram kemur á vef Akraneskaupstaðar.

Heynet eru fjölnota pokar undir gras sem saumaðir eru í Mosfellsbæ af fyrirtækinu Heynet. Pokarnir eru sterkir og endingargóðir og auðvelt er að gera við þá. Pokarnir eru í sniðinu líkt og pulsa og rúmar hver þeirra um það bil það sama og fjórir svartir ruslapokar. „Vinnuskólinn hefur áður reynt fyrir sér með aðrar lausnir í fjölnota pokum sem ekki hafa gengið að óskum. Pokarnir loftuðu þá ekki nægilega vel sem varð til þess að þeir fóru mjög fljótlega að lykta illa. Netin eru í eðli sínu með mikla loftun og er von um að það minnki líkur á því vandamáli.“

Vinnuskólinn á Akranesi hefur árlega verið að nota yfir tíu þúsund svarta ruslapoka og hafa þeir ýmist verið notaðir einu sinni eða oftar. „Með þessari lausn nær vinnuskólinn u.þ.b. að helminga notkun svartra ruslapoka fyrst um sinn en í framtíðaráætlunum verða einungis fjölnota pokar í notkun. Þetta verkefni er einn liður í því að minnka kolefnisspor sveitarfélagsins og taka ábyrgð á eigin neyslu og er takmörkuð notkun á einnota umbúðum lítið skref í átt að bættri framtíð,“ segir í frétt bæjarins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og... Lesa meira

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira