Nagaður bíll. Ljósm. úr safni.

Bíll nagaður meðan gengið var á fjallið

Göngugarpur einn sem fór á Akrafjall í liðinni viku lagði bílnum sínum ekki innan afgirts bílastæðis við fjallið. Lenti hann í því að hross komust að bílnum og nöguðu hann frekar illa en hross ganga laus í haganum þarna við rætur fjallsins enda um einkaland bænda að ræða. Þykir hrossum gott að sleikja seltu og ryk af bílum og eiga það til að naga einnig lakkið. Lögreglan bendir á að við fjallið er merkt bílastæði sem eru afgirt svo hrossin komist ekki að bílunum til að naga þá. Ef til vill eru ekki allir sem vita að bílar gætu verið girnilegir í augum hrossa og átta sig ekki á því að leggji þeir bílunum utan bílastæðisins gætu bílarnir verið lakklitlir þegar göngutúrnum á fjallið er lokið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira