Vera Knútsdóttir. Ljósm. arg.

Flytur inn og selur lífrænt vottuð efni og heimasaumuð barnaföt

Sumarið 2019 var Skagakonan Vera Knútsdóttir að byrja að sauma barnaföt þegar hún fann að það vantaði úrval af lífrænt vottuðum efnum hér á landi. Hún ákvað því að taka málin í eigin hendur og byrja að flytja inn efni. Hún opnaði svo vefverslun undir nafninu Litla músin og selur þar bæði efni og heimasaumuð barnaföt. „Það er eitthvað til af lífrænt vottuðum efnum á Íslandi en úrvalið fannst mér frekar lítið. Ég ákvað því að bæta úr því og flyt inn efni í hæsta gæðaflokki en ég hef verið að flytja inn efni frá Finnlandi og er núna að bíða eftir sendingu af efnum með Múmín myndum frá norsku fyrirtæki,“ segir Vera.

Sjá viðtal við Veru í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira