„Núna borða ég til að lifa en lifi ekki til að borða“

Sandra Björk hafði verið í megrun frá því hún var barn og er búin að prófa alla kúrana í bókinni. Það var ekki fyrr en hún fór að vinna í andlegu heilsunni sem hún náði tökum á þeirri líkamlegu. „Minn endapunktur var þegar ég ég slökkti á símanum, fékk lánaðan bíl hjá mömmu og keyrði í Mosó á KFC til að kaupa fjölskyldutilboð fyrir sex. Ég keyrði svo á annað bílastæði og át það allt og fór svo bara að gráta því mér var farið að verkja. Það er engin venjuleg manneskja sem borðar fjölskyldutilboð fyrir sex. Þarna hugsaði ég bara að ég væri að drepa mig og yrði að gera eitthvað í mínum málum,“ segir Sandra Björk í samtali við Skessuhorn. Hún hefur náð undraverðum árangri í að léttast, fækkað kílóunum um 87, var mest 170 kg. Það hefur hún gert með að vinna í bæði andlegri og líkamlegri heilsu.

Sjá opinskátt viðtal við Söndru Björk í Skessuhorni vikunnar. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira