Sólveig Olga Sigurðardóttir frá Eflu kynnti drög að tillögu um breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar. Ljósm. sm.

Breytingar á aðalskipulagi kynntar

Haldnir voru tveir kynningarfundir í Dalabúð í Búðardal í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi í Dalabyggð. Báðir fundirnir fjölluðu um breytingar á aðalskipulagi vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði á landi í gamla Laxárdalshreppi. Annars vegar í landi Sólheima og hins vegar í landi Hróðnýjarstaða.  Þar er sem kunnugt er fyrirhugað að reisa vindorkugarða.

Það var ekki fjölmennt á fundunum er gera má ráð fyrir að áheyrendur hafi verið fleiri en fundargestir þar sem báðum fundum var streymt á YouTube-rás sveitarfélagsins, Dalabyggð TV.

Eftir fundinn voru gögnin lögð fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd ásamt sveitarstjórn til frekari afgreiðslu. Komi til þess að sveitarstjórn auglýsi umræddar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að minnst sex vikur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir