Útskriftarnemendur ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. MB

Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Föstudaginn 29. maí voru 24 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Sex nemendur voru brautskráðir af Félagsfræðabraut, fimm af Náttúrufræðibraut, þrír af Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviðið, tveir af Íþróttafræðibraut – félagsfræðisviði, fjórir af Náttúrufræðibraut – búfræðisviði, þrír af Opinni braut og einn af starfsbraut. Við athöfnina fór Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari yfir skólaárið, Elís Dofri G. Gylfason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Ævar Þór Benediktsson flutti gestaávarp þar sem hann hvatti nemendur til dáða. Þá spilaði Atli Snær Júlíusson tvö lög á gítar með Gunnari Ringsted.

Svava Björk Pétursdóttir hlaut viðurkenningu frá Arion banka fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Við lok athafnar ávarpaði Bragi Þór Svavarsson skólameistari útskriftarnema þar sem hann óskaði þeim gæfu og velfarnaðar og hvatti nemendur til góðra verka.

Viðurkenningar

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar við brautskráningu. (Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga):

Alexander Vilberg Davíðsson fékk hvatningarverðlaun fyrir góðar framfarir í námi (Límtré Vírnet).

Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð).

Arna Jara Jökulsdóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð) og fyrir góðan námsárangur í dönsku (Danska sendiráðið).

Atli Snær Júlíusson fyrir sjálfstæði, færni og framfarir í námi (Menntaskóli Borgarfjarðar).

Elís Dofri G. Gylfason fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð).

Erla Ágústsdóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð).

Ísfold Rán Grétarsdóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir góðar framfarir í námi (Zontaklúbbur Borgarfjarðar Ugla).

Sóley Ásta Orradóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð) og fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum (Kvenfélag Borgarness).

Svava Björk Pétursdóttir, fyrir góðan námsárangur í íslensku og stærðfræði (Kvenfélag Borgarness), fyrir góðan námsárangur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík), fyrir góðan námsárangur í náttúruvísindum (Íslenska gámafélagið) og fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi (Arion banki).

Þórunn Birta Þórðardóttir fyrir góðan námsárangur í íþróttagreinum (Sjóvá), Menntaverðlaun Háskóla Íslands og fyrir vandaðasta lokaverkefnið (Menntaskóli Borgarfjarðar).

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira