Útskriftarnemar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga auk skólameistara og aðstoðar skólameistara. Ljósm. sá.

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Föstudaginn 29. maí voru 26 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og var þetta 30. brautskráningin skólans frá upphafi. 12 nemendur voru brautskráðir af félags- og hugvísindabraut, níu nemendur af náttúru- og raunvísindabraut, þrír nemendur af opinni braut til stúdentsprófs og einn nemandi var brautskráður af starfsbraut.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari flutti ávarp þar sem hún sagði frá þeim verkefnum sem unnin hafa verið í skólanum en síðastliðið haust gátu nemendur í fyrsta skipti skráð sig í nám á íþróttabraut við skólann. Þá sagðist hún vona að næsta vetur verði búið að ljúka hönnun á tveimur nýjum brautum; hagfræðibraut og nýsköpunarbraut.

Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari veitti viðurkenningar fyrir námsárangur, sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum gáfu auk þess sem Háskóli Reykjavíkur, Arion banki og Landsbankinn gáfu verðlaun í formi inneigna. María Kúld, kennari við skólann, flutti ávarp fyrir hönd starfsfólks, Emil Róbert Smith, fimm ára stúdent, hélt ræðu þar sem hann sagði frá á að námið við FSN hafi búið hann vel undir lífið og áframhaldandi nám. Hólmfríður Friðjónsdóttir var kynnir við athöfnina, Theodóra Björk Ægisdóttir nýstúdent flutti lagið Siciliano eftir Johann Sebastin Back, á þverflautu og Sara Rós Hulda Róbertsdóttir nýstúdent söng og spilaði undir á flygil lögin Don‘t dream it‘s over með Crowded house og Don‘t you worry `bout a thing eftir Stevie Wonder. Að formlegri athöfn lokinni var boðið upp á veitingar.

Viðurkenningar

Það var Sara Rós Hulda Róbertsdóttir sem hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur (nöfn þeirra sem gáfu verðlaunin eru innan sviga):

Sara Rós Hulda Róbertsdóttir fyrir góðan námsárangur í dönsku (Danska sendiráðið), góðan námsárangur í ensku, spænsku, íslensku, líffræði, hæstu einkunn á stúdentsprófi (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðafélagið og Arion banki).

Irma Dzinic hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bosnísku (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum). Theodóra Björk Ægisdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku, eðlis- og efnafræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum) og fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík). Hrafnhildur Magnúsdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku, kynjafræði og sálfræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum). Denis Titov fyrir góðan námsárangur í sögu (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum). Dilja Birna Gunnarsdóttir fyrir góðan námsárangur í sálfræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum). Andrea Björk Guðlausdóttir fyrir góðan námsárangur í félagsfræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum). Emilía Björg Sigurjónsdóttir fyrir námsárangur í listgreinum (Kvenfélagið Gleym mér ei). Ísabella Una Halldórsdóttir fyrir góðan námsárangur í líffræði (sveitarfélögin á Snæfellsnesi og sunnanverðurm Vestfjörðum) og góðan árangur í stærðfræði (Arion banki).

Líkar þetta

Fleiri fréttir