Betri rekstrarafkoma en áætlað hafði verið

Á síðasta fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var lagt fram yfirlit yfir rekstrarútgjöld fyrir mánuðina janúar til apríl og borið saman við fjárhagsáætlun 2020. Fram kemur í fundargerð að í heildina er rekststrarkostnaður sveitarfélagsins undir áætlun og tekjur hærri, sem nemur 94 milljónum króna.

Fyrirfram hafði verið búist við samdrætti í tekjum sem m.a. má rekja til Covid-19 faraldursins sem og aukins kostnaðar til að bregðast við högginu sem veiran er að valda. „Þetta er því ánægjuleg niðurstaða,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir