Hrefna Berg og Hafdís. Samsett mynd/Skessuhorn.

Tvennir framhaldsprófstónleikar frá TOSKA

„Skemmtilegur áfangi verður hjá okkur í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun, miðvikudaginn 3. júní,“ segir Jónína Erna Arnardóttir skólstjóri. „Þá verða haldnir tvennir framhaldsprófstónleikar þar sem Hrefna Berg Pétursdóttir fiðluleikari og Hafdís Guðmundardóttir söngkona flytja fjölbreytta dagskrá. Allir eru velkomnir á tónleikana og það er enginn aðgangseyrir. Tónleikar Hrefnu hefjast kl. 18:00 í Tónbergi og tónleikar Hafdísar hefjast kl. 20:00 en þeir verða í Hallgrímskirkju í Saurbæ.  Meðleikarar á tónleikunum verða Hrönn Þráinsdóttir og Zsuzsanna Budai á píanó og einnig leikur Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari á tónleikum Hrefnu.“

Skólinn hefur ekki áður útskrifað tvo framhaldsnema í einu og einnig er þetta í fyrsta sinn sem fiðluleikari lýkur framhaldsprófi við skólann, segir Jónína Erna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir