Þinganes SF-25 lagðist að bryggju seinnipartinn og landaði 64 tonnum. Ljósm. tfk.

Erilsamur dagur í Grundarfjarðarhöfn

Mikill erill var í Grundarfjarðarhöfn í gær, á fyrsta degi júnímánaðar. Jóhanna Gísladóttir GK kom snemma morguns og þá var hafist handa við að landa 65 tonnum af afla úr Runólfi SH. Því næst var landað úr Jóhönnu Gísladóttur sem var með 55 tonn. Næstur Kom togbáturinn Áskell ÞH með 76 tonn og eftir honum Þinganes SF sem kom seinnipart dags með 64 tonn. Að lokum Vestri BA með 27 tonn af rækju. Þá voru sömuleiðis sextán bátar á strandveiðum sem voru nánast allir með skammtinn eftir veiðiferð dagsins.

Í Sjómannadagsblaði Skessuhorns sem kemur út á morgun er m.a. rætt við Hafstein Garðarsson hafnarstjóra í Grundarfirði. Hann segir umsvifin í höfninni hafa verið mikil í vetur og vor. Það vegi að hluta upp fyrirsjáanlegt tekjutap hafnarinnar af færri skemmtiferðaskipum í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir