Búið að slökkva eld í íbúðarhúsi á Snartarstöðum

Eldur kom upp á efri hæð eldra íbúðarhússins á Snartarstöðum í Lundarreykjadal á fimmta tímanum í nótt. Hjón með þrjú börn komust út úr húsinu og varð ekki meint af. Slökkvilið Borgarbyggðar fékk boð um eldinn klukkan 5:10 í nótt og sendi mannskap frá öllum starfsstöðvum sínum á vettvang. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir slökkvistarf hafa gengið vel. Nú um klukkan 9 eru slökkviliðsmenn að slökkva í síðustu glæðunum í húsinu og nota hitamyndavél til að finna síðustu neystana. Íbúðarhúsið var byggt árið 1957. Bjarni segir húsið illa farið, einkum efri hæð þess. Hann vonast til að geta afhent lögreglu vettvang innan tíðar til að hægt sé að hefja rannsókn eldsupptaka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir