Markaðsdagur í Sólbyrgi

Ábúendur í Sólbyrgi í Reykholtsdal buðu upp á markaðsdag í gær, hvítasunnudag, í gróðurhúsunum og sölutjaldi sem slegið var upp af þessu tilefni. Sjálf buðu þau plöntur til sölu en fleiri söluaðilar úr héraði bættust einnig í hópinn. Að sögn Kristjönu Jónsdóttur í Sólbyrgi heppnaðist dagurinn vel og komu um 300 gestir. „Við erum staðráðin í að endurtaka leikinn eftir nokkrar vikur,“ segir hún.

Líkar þetta

Fleiri fréttir