Verðbólga mælist nú 2,6%

Vísitala neysluverðs mældist 480,1 stig í maí mánuði samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar sem birt var á fimmtudaginn. Verðlag hækkaði um 0,54% milli mánaða og mælist verðbólga nú 2,6% á ársgrundvelli. Meiri hækkun mældist ef horft er fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar, eða 0,88% milli mánaða, og mælist verðbólga án húsnæðis nú einnig 2,6%. Verð á mat- og drykkjarvörum hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölunni í maí en alls hækkaði sá liður um 1,6% (0,24% vísitöluáhrif). Innfluttar vörur hækkuðu þó einnig skarpt, t.d. verð á nýjum bílum um 3,7% (0,2%) og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 2,9% (0,16%). Á móti lækkaði húsnæðiskostnaður, þ.e. reiknuð húsaleiga um 0,6% (-0,11%).

Líkar þetta

Fleiri fréttir