Stór útskriftardagur í framhaldsskólunum

Nú er að ljúka mjög svo óvenjulegu skólaári í mennta- og fjölbrautaskólum í landshlutanum. Kórónaveiran hefur sett sinn svip á vorönnina og hafa nemendur þurft að aðlagast fjarkennslu og gjörólíkum kennsluháttum. Útskrifað verður úr þremur framhaldsskólum á Vesturalndi í dag. Skólastjórnendur hafa þurft að hagræða hátíðarhöldum í takti við reglur og takmarkanir sem í gildi eru í ljósi Covid-19. Til að mynda mun Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði bjóða aðstandendum sem ekki komast í útskriftarathöfn, að fylgjast með athöfn í gegnum streymi á netinu.

Í dag fara fram útskriftarhátíðarhöld í Menntaskóla Borgarfjarða í Borgarnesi, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Allar hefjast þessar athafnir kl. 14. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri mun brautskrá garðyrkjufræðinga frá starfs- og endurmenntunardeild laugardaginn 30. maí klukkan 13 og fer sú athöfn fram í Hveragerðiskirkju. Búfræðingar verða útskrifaðir frá skólanum 5. júní kl. 13 í Hjálmakletti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir