Slysavarnadeild Dalasýslu gaf reiðhjólahjálma

Slysavarnadeild Dalasýslu gaf nýverið öllum börnum í 5. og 6. bekk Auðarskóla reiðhjólahjálma og minnti um leið á mikilvægi þess að  nota hjálma þegar ferðast er um á reiðhjólum, línuskautum, hlaupahjólum og sambærilegum tækjum. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu hjálmarnir verið afhentir í Auðarskóla en vegna Covid-19 og takmörkunar á umgengni í skólum fór hópur félaga úr Slysavarnadeildinni um héraðið og afhenti hjálmana. Hér má sjá hóp barna sem voru saman úti við leik þegar þær Björt Þorleifsdóttir og Dagný Lára Mikaelsdóttir mættu með gjafirnar á Sunnubraut í Búðardal.

Ljósm. Steina Matt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir