Árvekni með börnum í sundi

„Ekki gleyma að fylgjast með mér“ er yfirskrift nýs árveknisátaks á sundstöðum sem Umhverfisstofnun ýtir úr vör í dag. Markmið átaksins er að minna foreldra, forráðamenn og aðra á að fylgjast vel með börnum yngri en tíu ára þegar þeir fara með þeim í sund. „Óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið því fagnandi þegar sundstaðir voru opnaðir á ný á dögunum og má búast við að sundlaugar landsins verði vel sóttar í sumar. Þar, líkt og annars staðar, gera slysin ekki boð á undan sér og því er rík ástæða til að minna þá fullorðnu á að halda árvekni sinni gagnvart börnum sem þeir bera ábyrgð á í sundi,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir