Hús númer 38 í Svignaskarði.

Afhenti VR tvö ný orlofshús í Svignaskarði

Í síðustu viku afhenti Eiríkur J. Ingólfsson byggingaverktaki í Borgarnesi Orlofssjóði VR tvö 80,5 fm ný orlofshús í Svignaskarði í Borgarfirði. Það var Emil Gústafsson sem tók við lyklavöldunum en hann fer með eignaumsýslu fyrir félagið. Húsin sem um ræðir eru tvö, Svignaskarð 38 og 42, og hafa verið í byggingu síðustu níu mánuði. Bygging húsanna gekk vel að sögn Eiríks og framundan er smíði tveggja eða þriggja sambærilegra húsa í Svignaskarði í haust, bygging tveggja húsa við Hreðavatn auk fjölmargra annarra verkefna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir