Við eina af lögreglustöðvunum á Vesturlandi. Ljósm. kgk.

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms tíma í senn og fundu leigusalarnir merki um fíkniefnaneyslu og fíkniefni í bústaðnum. Forprófun á efnunum gefur til kynna að þar sé um að ræða amfetamín, að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir