Skvett úr klaufunum í Dölum um Hvítasunnuhelgina

Nokkrir ferðaþjónar í Dölum hafa tekið sig saman og búið til fínustu dagskrá fyrir komandi Hvítasunnuhelgi. Þangað er upplagt að fara, ekki síst fyrir fjölskyldufólk sem getur hæglega fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin nær frá föstudegi og til mánudagsins, 2. í Hvítasunnu. Meðal annars verður kúnum á Erpsstöðum hleyptu út með tilheyrandi bægslagangi, samverustund verður við varðeld á tjaldstæðinu í Búðardal, á Eiríksstöðum verður opið hús, tónleikar með Ívu og Má á Vogi, heimsókn í húsdýragarðinn á Hólum og dagskrá á Rjómabúinu á Erpsstöðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir