Sölvi G Gylfason þjálfari Skallagríms að æfingaleik loknum fyrr í vikunni. Ljósm. glh.

Skallagrímsmenn tilbúnir fyrir komandi tímabil

Sölvi G. Gylfason er nýr aðalþjálfari meistaraflokks Skallagríms í knattspyrnu en hann tók við liðinu ásamt Viktori Má Jónassyni á miðju síðasta tímabili en verður nú einn í brúnni. Sölvi sem er uppalinn Skallagrímsmaður og vel kunnugur liðinu segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. „Það leggst mjög vel í mig. Við erum með mun stærri og breiðari hóp en við höfum haft í langan tíma sem er frábært,“ segir Sölvi í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Sölva í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir