Sjómannablað Skessuhorns væntanlegt í næstu viku

Með Skessuhorni í næstu viku fylgir blað tileinkað sjómönnum á Vesturlandi. Þrátt fyrir að hefðbundin hátíðarhöld verði lágstemmd á Sjómannadaginn að þessu sinni, höldum við kúrs í þessari útgáfu. Að venju verður, auk hefðbundinnar dreifingar, Sjómannablaði Skessuhorns dreift frítt inn á öll heimili á Snæfellsnesi í næstu viku. Þeir sem vilja koma efni og auglýsingum á framfæri í blaðinu er bent á að hafa samband á netföngunum auglysingar@skessuhorn.is eða skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi á morgun, föstudaginn 29. maí. Bendum einnig á síma 433-5500.

Líkar þetta

Fleiri fréttir