Frá vinstri: Bergur Þorgeirsson, Elín Ósk Heiðarsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Viðar Hreinsson, Axel Kristinsson, Lilja D Alfreðsdóttir, Árni Daníel Júlíusson, Helgi Þorláksson, Beeke Stegman og Björn Bjarnason. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

Styrkir vegna verkefnisins Ritmenning íslenskra miðalda

Á síðasta ári var ákveðið í tilefni þess að 75 ár voru þá liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi ákváðu þrjú ráðuneyti auk Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu í Reykholti, að taka höndum saman við þróun átaksverkefnis til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda, skammstafað RÍM. Til að framfylgja verkefninu var stofnaður sjóður, sem nú hefur verið veitt úr. Markmiðið verkefnisins m.a. að efla rannsóknir á heimildum um ritunarstaði miðaldahandrita á Íslandi og þá sérstaklega á þeim lærdómsmiðstöðvum og klaustrum þar sem ritmenning blómstraði. Verkefnið skiptist í tvo verkþætti: Annars vegar að rannsaka menningarminjar og umhverfi þessara staða og hins vegar handrita- og bókmenningu þeirra.

Í gær, á uppstigningardag, fór fyrsta úthlutun sjóðsins fram og sá Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráherra um afhendingu styrkja við hátíðlega athöfn í Bókhlöðu Snorrastofu. Alls bárust tíu umsóknir um styrki, en sótt var um samtals 66,8 milljónir króna. Úthlutunarefndin veitti sex styrki og eru handhafar þeirra eftirfarandi: Elín Ósk Heiðarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands, 7 milljónir króna vegna verkefnisins „Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun“, Steinunn Kristjánsdóttir fyrir hönd Háskóla Ísland, 7 milljónir króna vegna verkefnisins „Þingeyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir“, Helgi Þorláksson fyrir hönd Oddafélagsins, 7 milljónir króna vegna verkefnisins „Oddarannsóknin“, Viðar Hreinsson fyrir hönd Náttúruminjasafns Íslands, 3,3 milljónir vegna verkefnisins „Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra miðaldasagna“, Beeke Stegman fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2,7 milljónir króna vegna verkefnisins „Bókagerð í Helgafellsklaustiri á fjórtandu öld“ og Axel Kristinsson og Árni Daníel Júlíusson, 3 milljónir króna vegna verkefnisins „Sögur og fylgdarmenn“.

Snorrastofa annast umsýslu RÍM-verkefnisins með sérstökum samningi. Stofnunin hefur því framkvæmd verkefnisins með höndum, þar með talið nauðsynlega eftirfylgni. „Snorrastofa mun leggja metnað sinn í að leiða saman styrkþega á sérstökum samráðsfundum og málþingum í Reykholti. Þá er vonast til að hægt verði að fjármagna útgáfu bóka um einstaka þætti verkefnisins og að lokum stórt yfirlitsrit,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira