Hitamyndavél í dróna reyndist vel

Síðastliðið mánudagskvöld, þegar gróðureldar blossuðu upp í Grábrókarhrauni, voru félagar í Björgunarsveitinni Heiðari kallaðir út til aðstoðar slökkviliðsmönnum. „Við fórum með sexhjólið sem nýttist vel til að ferja mannskap og búnað um erfitt landslag,“ segir Arnar Grétarsson formaður Heiðars. „Við tókum með í ferðina nýlegan hitamyndavélardróna okkar. Hann reyndist ómetanlegur fyrir slökkviliðið til að meta aðstæður hverju sinni. Gaf hann góða mynd hvar eldurinn væri sterkastur. Eitthvað sem reykurinn gefur ekki alltaf upp. Það var því auðveldara að senda mannskapinn hverju sinni þangað sem hans var mest þörf,“ segir Arnar.

Hér er sama myndin og að ofan, en stillt á hitamynd í drónanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir