Ný stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar f.v: Sigríður Guðbjörg Arnardóttir formaður, Ragnar Smári Guðmundsson meðstjórnandi, Tómas Freyr Kristjánsson gjaldkeri, Lísa Ásgeirsdóttir ritari og Guðbrandur Gunnar Garðarsson meðstjórnandi. Ljósm. Hinrik Konráðsson.

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt aðalfund félagsins fimmtudaginn 14. maí síðastliðinn. Þar voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Það urðu mannabreytingar í stjórn en Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir og Dagný Ósk Guðlaugsdóttir gengu úr stjórninni en Halldóra hafði gegnt stjórnarstörfum á annan áratug. Fundurinn var haldinn í íþróttahúsi Grundarfjarðar og þar var passað upp á að nægt bil væri á milli stjórnarmanna og annarra fundargesta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir