Slökkvistarf snúið þar sem erfitt er að komast að eldunum

Meðfylgjandi mynd tók Snorri Kristleifsson flugmaður fyrir um hálftíma síðan af gróðureldunum sem nú loga í Norðurárdal í Borgarfirði. Fremst á myndinni má sjá Laxfoss, en eldarnir loga á 2-3 hektara svæði norðan við Norðurá, mitt á milli Laxfoss og Glanna, gegnt Veiðilæk. Eldarnir loga í viðkvæmu svæði þar sem skiptist á mosavaxið hraunið, kjarr og lággróður. Erfiðlega gengur að koma tækjum að eldunum á þessu svæði og er því viðbúið að mannskapur vopnaður klöppum verði helsta leiðin til að ráða niðurlögum þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir