Ljósm. úr safni/ kgk.

Eitt nýtt smit á Vesturlandi – sá sem greindist hafði verið í sóttkví

Eitt nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Vesturlandi undanfarinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti rétt í þessu. Er þetta fyrsta smitið í landshlutanum síðan á mánudaginn í síðustu viku, 4. maí.

Smitið greindist á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi (Akranes og Hvalfjarðarsveit), en sá sem greindist hafði verið í sóttkví. Þar hafa nú 14 smit verið greind, 22 í Borgarnesi, fimm í Stykkishólmi, eitt í Grundarfirði og eitt í Ólafsvík.

Aðeins eru tveir í einangrun í landshlutanum í dag, báðir á starfssvæði heilsugæslustöðvar HVE á Akranesi. Alls eru 42 í sóttkví í landshlutanum, 35 á Akranesi og sjö í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir