Bar við tungumálaörðugleikum og sagðist vera bróðir sinn!

Lögreglumaður á frívakt var að pumpa í dekkin á bíl sínum við N1 í Borgarnesi í vikunni sem leið. Veitti hann þá athygli ökumanni sem hegðaði sér undarlega við söfnunargám fyrir dósir fyrir utan verslunina. Tungumálaörðugleikar gerðu vart við sig, en maðurinn er af erlendum uppruna og var að koma úr Reykjavík. Að sögn lögreglu eyddi maðurinn töluverðum tíma í að skilja ekki, kvaðst síðan vera bróðir sinn! Lögregla komst þó að því að hann var ekki sá sem hann sagðist vera. Manninum var gert að skila flöskunum og hann beðinn að láta af þessu athæfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir