Vísa frá frekari leit að motorcrossbraut

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar 8. maí síðastliðinn var fjallað um staðsetningu á svæði fyrir motorcross braut í sveitarfélaginu. Í bókun nefndarinnar segir: „Til margra ára hefur verið unnið að því að finna staðsetningu fyrir motorcross braut á landi sveitarfélagsins. Nefndin telur ljóst að ekki sé til heppilegt svæði fyrir motorcross í landi sveitarfélagsins. Með tilliti til hljóðmengunar og nálægðar við byggð.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir