Hópurinn að námskeiði loknu ásamt kennurum. Ljósm. Snæfellsbær/ Rebekka Unnarsdóttir.

Útskrifuð úr þjóðbúningasaumi

Föngulegur hópur útskrifaðist af námskeiði í þjóðbúningasaumi í Snæfellsbæ um liðna helgi helgi. Námskeiðið var haldið af Átthagastofu Snæfellsbæjar, að frumkvæði Margrétar Vigfúsdóttur, en námskeiðið naut styrks úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Níu nemendur stilltu sér upp til myndatöku að námskeiðinu loknu ásamt kennurum og að sjálfsögðu allir prúðbúnir í tilefni dagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir