Umferð hefur dregist saman um 17,5% frá áramótum

Samdrátturinn í umferð á hingveginum umhverfis landið í apríl hefur slegið öll met. Umferðin í apríl drógst saman um nærri 35% sem í sögulegu samhengi er gríðarlega mikill samdráttur. Nú hefur umferðin dregist saman um nærri 18% á Hringveginum frá áramótum sem sömuleiðis er met. Mest hefur umferðin dregist saman á Mýrdalssandi eða um tæp 80%. Frá áramótum hefur umferð um Vesturland dregist saman um 26,2%, nokkru minna en minnkun umferðar um Norðurland og Austurland, en meira en um Suðurland. Umferð um höfuðborgarsvæðið hefur dregist saman um rúm 10% frá áramótum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir