Hér má sjá hvernig berghlaupið stíflaði Hítará. Nú er stefnt að endurheimt fyrrum árfarvegar og að gera Hítará laxgenga í Hítarvatn. Ljósm. úr safni/sá.

Stefnt að endurheimt fyrrum farvegs Hítarár

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á föstudaginn fyrir sitt leiti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar. Tillagan nær til 24 hektara landsvæðis í Hítardal, nánar tiltekið á því svæði þar sem gríðarstórt berghlaup féll 7. júlí 2018. Tillagan tekur til framkvæmdar sem felst í því að móta árfarveginn í gegnum berghlaupið á tæplega 1,8 km löngum kafla. Við það mun endurheimtast um sjö kílómetra langur árfarvegur sem jaframt er mikilvægt búsvæði laxastofnsins í ánni. Samkvæmt skipulagsdrögunum verður áin gerð að nýju fiskgeng upp að Hítarvatni. Gert er ráð fyrir að mótaður árfarvegur muni renna svo til sömu leið og áin gerði fyrir berghlaupið fyrir tveimur árum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir