Spá hálfum milljarði verri afkomu vegna áhrifa Covid-19

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í liðinni viku var lögð fram aðgerðaáætlun bæjarfélagsins vegna Covid-19. Lögð var fram svokölluð næmnigreining bæjarstjóra vegna fjárhagslegra áhrifa sem veiran mun valda á fjárhag bæjarsjóðs. Samkvæmt næmnigreiningunni gæti útkoma þessa árs orðið rekstrartap upp á allt að 228 milljónir króna í stað áætlaðs rekstrarafgangs að fjárhæð 310 milljónir. Samanlagt er því áætlaður neikvæður viðsnúningur í rekstri bæjarsjóðs 538 milljónir króna vegna minni skatttekna og aukins kostnaðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir