Fólkinu komið til bjargar og bíllinn dreginn upp. Ljósm. Bjsv. Ok.

Sóttu bíl á Kaldadal

Í morgun var Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði kölluð út til aðstoðar fólki sem hafði fest bíl sinn á Kaldadalsvegi til móts við Syðra-Hádegisfell. Kaldadalsvegur er, líkt og aðrir hálendisvegir, ófær. Bíllinn var losaður og fólkinu síðan fylgt með aðstoð niður í Húsafell. Að sögn Okverja gekk leiðangurinn vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir