Samið við sex aðildarfélög BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu á föstudag nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði. Félögin sem um ræðir eru Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Kjaraviðræður aðila fóru alfarið fram á fjarfundum. Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Líkar þetta

Fleiri fréttir